Erlent

Mary krónprinssessa í fæðingu

MYND/AFP

Mary krónprinsessa Dana var lögð inn á spítala nú skömmu fyrir hádegi. Reiknað er með að nýr erfingi dönsku konungsfjölskyldunnar komi í heiminn seinna í dag.

Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar er Mary byrjuð að fæða og vonast menn til að tilkynna komu nýs erfingja seinna í dag.

Fæðingin var upphaflega sett á 3. maí næstkomandi og því er barnið tæpum tveimur vikum á undan áætlun í heiminn.

Danska blaðið BT fékk um síðustu áramót íslenska Völvu til að spá fyrir um kyn hins nýja erfingja. Spáði Völvan því að stúlkubarn ætti eftir að fæðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×