Enski boltinn

Curbishley vill ekki að leikmenn fagni

Þetta mega Carlos Tevez og félagar ekki gera gegn Everton í dag.
Þetta mega Carlos Tevez og félagar ekki gera gegn Everton í dag. MYND/Getty

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, hefur skipað leikmönnum sínum að fagna ekki mörkum fyrr en að liðið hafi bjargað sér frá falli. Curbishley var ekki ánægður með gríðarleg fagnaðarlæti leikmanna liðsins þegar það jafnaði í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi, en Chelsea skoraði aftur á meðan leikmennirnir voru nánast enn að fagna.

West Ham tekur á móti Everton í dag og af orðum Curbishley að dæma má ekkert fara úrskeiðis. “Ef við skorum gegn Everton þá vill ég ekki sjá svona fagnaðarlæti aftur,” segir hann.

“Gegn Chelsea þá hlupu allir varnarmennirnir mínir út að hornfánanum hinum megin á vellinum til að taka þátt í fögnuðinum. Það gengur ekki. Þegar lið skorar er það oft mjög berskjaldað í kjölfarið. Þá skiptir öllu máli að einbeita sér að leiknum, en ekki markinu sem var verið að skora,” segir Curbishley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×