Enski boltinn

Ferguson hrósar ótrúlegri endurkomu Alan Smith

Alan Smith hefur verið magnaður fyrir Man. Utd. í síðustu leikjum.
Alan Smith hefur verið magnaður fyrir Man. Utd. í síðustu leikjum. MYND/Getty

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að endurkoma Alan Smith í lið sitt hafi verið lyginni líkust og geti gert gæfumuninn í baráttu liðsins um sigur í ensku deildinni, ensku bikarkeppninni og Meistaradeildinni. Eftir að hafa verið frá í nánast 14 mánuði samfleytt hefur Smith spilað frábærlega á síðustu vikum.

Segja má að 7-1 sigurleikurinn gegn Roma hafa markað upphafið að formlegri endurkomu Smith í lið Man. Utd. því þá fékk hann í fyrsta sinn í langan tíma tækifæri í byrjunarliðinu – sem hann átti eftir að nýta til hins ýtrasta. Síðan þá hefur Smith spilað frábærlega í leikjum gegn Watford og Sheffield United og vilja margir meina að hann sé orðinn ómissandi í byrjunarlið Man. Utd.

“Hann hefur verið ótrúlegur,” viðurkennir Ferguson. “Fyrir utan það að hafa spilað frábærlega hefur hann komið með einhvern neista í liðið. Ferskleiki og áhugi hans smitar út frá sér til annara leikmanna og hann hefur gert liðinu gríðarlega gott. Þessi ferskleiki gæti gert gæfumuninn fyrir okkur,” segir Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×