Baptista er að rotna á Englandi 19. apríl 2007 18:15 Julio Baptista er lítið gefinn fyrir rigninguna á Englandi NordicPhotos/GettyImages Brasilíski landsliðsmaðurinn Julio Baptista hjá Arsenal segir að sér líði ömurlega á Englandi og er tilbúinn að reyna aftur fyrir sér hjá Real Madrid á Spáni. Hann kom sem lánsmaður til Arsenal frá Real í skiptum fyrir Jose Antonio Reyes, en Brasilíumanninum hefur ekki gengið betur að aðlagast enskum siðum og veðurfari frekar en Reyes á sínum tíma. "Ég gæti hugsanlega haldið áfram hjá Arsenal en í augnablikinu hef ég ekki hugmynd um hvar ég verð í framtíðinni. Ef ég fengi tækifæri til þess í dag - myndi ég hinsvegar tækla tækifæri með Real Madrid á annan hátt en ég gerði fyrst og ég er sterkari og þroskaðari í dag en ég var þá," sagði Baptista og bætti við að hann finndi sig alls ekki á Englandi. "Knattspyrnan sem spiluð er hérna er oft á tíðum hræðileg og þar eru liðin úr norðurhlutanum sérstaklega slæm - þar sem ég hef talið yfir 30 kýlingar út í loftið frá einum miðverði í leik. Veðrið hérna er líka að drepa mig og maður fær í besta falli einn sólardag á móti 30 regndögum. Konan mín og móðir mín eru hræddar um að sjá sólina ekki aftur og ég er að verða örvæntingarfullur," sagði Brasilíumaðurinn. Hann segir að enski boltinn sé gjörólíkur því sem hann á að venjast, en segir Arsenal sem betur fer spila bolta sem henti sér betur. "Úrvalsdeildin er mjög erfið fyrir mig. Ég er Brasilíumaður og er vanur því að spila léttari bolta en ef maður hikar á Englandi er maður strax sparkaður niður. Hraðinn er mikill og hér eru hornspyrnur dýrmætari hluti af leiknum en snyrtilegar sendingar. Ég er samt heppinn að vera að spila með Arsenal, því liðið vill spila fallega knattspyrnu." Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Brasilíski landsliðsmaðurinn Julio Baptista hjá Arsenal segir að sér líði ömurlega á Englandi og er tilbúinn að reyna aftur fyrir sér hjá Real Madrid á Spáni. Hann kom sem lánsmaður til Arsenal frá Real í skiptum fyrir Jose Antonio Reyes, en Brasilíumanninum hefur ekki gengið betur að aðlagast enskum siðum og veðurfari frekar en Reyes á sínum tíma. "Ég gæti hugsanlega haldið áfram hjá Arsenal en í augnablikinu hef ég ekki hugmynd um hvar ég verð í framtíðinni. Ef ég fengi tækifæri til þess í dag - myndi ég hinsvegar tækla tækifæri með Real Madrid á annan hátt en ég gerði fyrst og ég er sterkari og þroskaðari í dag en ég var þá," sagði Baptista og bætti við að hann finndi sig alls ekki á Englandi. "Knattspyrnan sem spiluð er hérna er oft á tíðum hræðileg og þar eru liðin úr norðurhlutanum sérstaklega slæm - þar sem ég hef talið yfir 30 kýlingar út í loftið frá einum miðverði í leik. Veðrið hérna er líka að drepa mig og maður fær í besta falli einn sólardag á móti 30 regndögum. Konan mín og móðir mín eru hræddar um að sjá sólina ekki aftur og ég er að verða örvæntingarfullur," sagði Brasilíumaðurinn. Hann segir að enski boltinn sé gjörólíkur því sem hann á að venjast, en segir Arsenal sem betur fer spila bolta sem henti sér betur. "Úrvalsdeildin er mjög erfið fyrir mig. Ég er Brasilíumaður og er vanur því að spila léttari bolta en ef maður hikar á Englandi er maður strax sparkaður niður. Hraðinn er mikill og hér eru hornspyrnur dýrmætari hluti af leiknum en snyrtilegar sendingar. Ég er samt heppinn að vera að spila með Arsenal, því liðið vill spila fallega knattspyrnu."
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira