Enski boltinn

Klinsmann orðaður við Chelsea

Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja, er nýjasta nafnið sem orðað hefur verið við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea ef Jose Mourinho hættir hjá félaginu. Franz Beckenbauer segir að Klinsmann gæti gert góða hluti á Englandi.

Því hefur verið haldið fram í breskum miðlum að Klinsmann verði boðnar 7 milljónir punda í árslaun ef hann tæki við Chelsea og Beckenbauer er ekki í nokkrum vafa um að landi sinn valdi starfinu.

"Jurgen er ungur og hefur sýnt að hann getur unnið með topplið. Ef hann fengi tækifæri til þess, held ég að hann ætti að taka slaginn. Hann þekkir enska boltann vel síðan hann lék með Tottenham og nýtur mikillar virðingar þar í landi," sagði Beckenbauer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×