Erlent

Nota Indland og Kína sem afsökun til að menga

Mögulegt að Kínverjar fari fram úr Bandaríkjamönnum í mengun.
Mögulegt að Kínverjar fari fram úr Bandaríkjamönnum í mengun. MYND/AFP

Bandaríkjamenn nota Indland og Kína sem afsökun til að koma sér hjá því að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda að mati Maneka Gandhi, fyrrverandi umhverfisráðherra Indlands.Þetta kom fram í máli hins fyrrverandi ráðherra á blaðamannfundi í Brussel í dag. Hann segir fáránlegt af Bandaríkjamönnum að ætlast til þess að Indland og Kína gangist undir Kyoto bókunina á þessum tímapunkti.

„Ég er þess fullviss að Bandaríkjamenn eru einfaldlega að nota okkur sem afsökun. Þeir segjast ekki ætla að draga úr útblæstri án þess Indland og Kína geri það líka. Þessi rök eru fáránleg."

Evrópusambandið sakaði í síðustu viku ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu um að koma í veg fyrir að hægt að væri að framlengja Kyoto bókuninni um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Bush, bandaríkjaforseti, svaraði þessum ásökunum á þann veg að það væri tilgangslaust fyrir Bandaríkjamenn að draga úr sínum útblæstri án þess að þjóðir á borð við Kína og Indland leggðu líka eitthvað af mörkum.

Bandaríkjamenn losa allra þjóða mest af gróðurhúsaloftegundum út í andrúmsloftið. Sérfræðingar telja hins vegar líklega að innan fárra ára muni Kínverjar og Indverjar taka fram úr Bandaríkjamönnum í útblæstri gróðurhúsaloftegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×