Enski boltinn

Coleman rekinn frá Fulham

NordicPhotos/GettyImages
Chris Coleman var í gærkvöld rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham. Við starfi hans tekur Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra. Aðstoðarmaður Coleman var einnig látinn taka pokann sinn, en liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö leikjum og er nú komið hættulega nálægt fallsvæðinu. Coleman tók við liðinu árið 2003 en hefur verið á mála hjá félaginu í tíu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×