Erlent

Róstursamt í Írak í dag

Að minnsta kosti þrjátíu létust í átökum í Írak í dag. Á meðal látinna eru fimmtán almennir borgarar sem létust í bílsprengju í Mahmoudiyah suður af Bagdad höfuðborg Íraks.

Á morgun eru fjögur ár liðin frá því að herlið undir stjórn Bandaríkjamanna náði höfuðborginni á sitt vald. Mótmæli hafa verið skipulög í borginni vegna þessa en mótmælendur vilja herliðið burt. Öll bílaumferð um borgina verður bönnuð í sólarhring frá klukkan fimm í fyrramáli. Með banninu á að reyna að koma í veg fyrir að bílsprengjur verði sprengdar í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×