Erlent

Páskaeggjaleit á hafsbotni

Íbúar í Flórída í Bandaríkjunum geta í ár tekið þátt óvenjulegri páskaeggjaleit. Verslun nokkur ákvað að bregða á leik og faldi páskaegg, á tuttugu og fimm metra dýpi, á friðuðu hafsvæðin undan ströndum Flórída.

Wayne Doneleson, köfunarkennari, klæddi sig upp í kanínubúning og faldi eggin nálægt Key Largo eyjunum. Notuð eru harðsoðin egg í staðin fyrir plastegg svo eggin eyðast náttúrulega. Því þarf ekki að hafa áhyggjur þó þau finnist ekki. Kafara sem finna eggin geta skipt þeim út fyrir verðlaun í versluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×