Erlent

Páfi bað fólk um að sýna samúð

Krossfestingar Jesú Krists var minnst víða um heim í gær. Í táknrænni athöfn sem haldin var í Róm bað páfi um að þeim sem þjást yrði sýnd samúð.

Þúsundir manna söfnuðust saman í Colosseum hringleikahúsinu í gær. Benedikt páfi sextándi bar kross í gegnum hringleikahúsið í táknrænni athöfn til að minnast krossfestingar Jesús. Í ræðu sem páfi hélt hvatti hann alla til að sýna þeim sem þjást nærgætni.

Þúsundir pílagríma eru nú staddir í Róm til að fagna páskunum. Í fyrramáli eða páskadagsmorgun mun páfi flytja hefðbundna blessun sýna til heimsbyggðarinnar.

Þúsundir manna áforma jafnframt að ganga í gegnum Rómarborg á sunnudagsmorgun til að leggja áherslu á andstöðu sína við dauðarefsingar.

Pílagrímar hafa einnig flykkst til Jerúsalem þar þúsundir manna báru í gær krossa og héldu á kertum til að minnast krossfestingar Krists.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×