Enski boltinn

Ferguson: Örlögin eru í okkar höndum

Alex Ferguson er mjög ánægður með hvernig lið sitt hefur verið að spila í vetur.
Alex Ferguson er mjög ánægður með hvernig lið sitt hefur verið að spila í vetur. MYND/Getty

Alex Ferguson var á heimspekilegu nótunum á blaðamannafundi fyrir leik Man. Utd. og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði að örlög liðsins í ár væru í höndum síns og leikmanna liðsins. Ferguson fullyrðir að ef leikmenn náði að forðast það að fara á taugum á lokasprettinum sé meistaratitilinn þeirra.

“Baráttan er í okkar höndum núna. Við verðum að halda haus og passa að fara ekki á taugum,” sagði Ferguson, en þegar sjö leikir eru eftir af deildarkeppninni hefur Man. Utd. sex stiga forystu á Chelsea í toppbaráttunni.

“Liðið hefur verið í frábæru formi og mér líður eins og við getum farið hvert sem er og náð góðum úrslitum,” sagði Ferguson, en Man. Utd. heimsækir Portsmouth í síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni. Talið er að skoski stjórinn muni stilla upp óbreyttu byrjunarliði frá því í tapleiknum gegn Roma í Meistaradeildinni á miðvikudag. Hann er ekki á því að refsa Paul Scholes fyrir að láta reka sig klaufalega af velli gegn Roma með því að taka hann úr liðinu.

“Því fer fjarri að ég telji að Scholes hafi brugðist liðinu á miðvikudag. Hann vann leikinn fyrir okkur gegn Blackburn í deildinni um síðustu helgi með frábærri frammistöðu. Paul er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkar lið og ég ætla ekki að segja honum að hætta að tækla,” sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×