Erlent

Vill að Bretar séu jákvæðir

Sjóliðarnir á blaðamannafundi í gær.
Sjóliðarnir á blaðamannafundi í gær. MYND/AFP

Sendiherra Írana í Lundúnum segir Breta eiga að bregðast jákvætt við lausn sjóliðanna fimmtán. Sjóliðarnir voru í haldi Írana í tæpar tvær vikur. Þeir sögðu á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu verið beittir harðræði af Írönum.

Íranski sendiherrann gaf í skyn, þegar hann ræddi við fjölmiðlafólk, að ríkisstjórn hans vildi hjálpa til við að fá fimm íranska embættismenn lausa. Mennirnir eru nú í haldi Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði Írana jafnframt vilja draga úr áhyggjum alþjóðasamfélagsins vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Sendiherrann sagði Írana hafa sýnt góðvilja sinn og nú væri það í höndum bresku ríkisstjórnarinnar að bregðst við á jákvæðan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×