Enski boltinn

Duff er ekki á förum frá Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Glenn Roeder knattspyrnustjóri segir ekkert til í þeim orðrómi að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff sé á förum frá Newcastle í sumar. Bresku blöðin héldu því fram að hann færi jafnvel til Sunderland ef liðið næði að vinna sér sæti í úrvalsdeild.

"Damien skrifaði undir fimm ára samning fyrir ári og ætlar að vera hér áfram. Það er algjört bull að halda því fram að hann sé á förum frá félaginu," sagði Roeder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×