Enski boltinn

Tottenham í sjötta sæti eftir fimmta sigurinn í röð

Robbie Keane
Robbie Keane NordicPhotos/GettyImages
Tottenham vann í dag verðskuldaðan sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni 1-0 með marki Robbie Keane úr vítaspyrnu. Hafi vítaspyrnudómurinn verið umdeildur, voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fóru að venju illa með fjölda dauðafæra. Tottenham er komið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð og mætir Chelsea í næstu umferð. Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×