Enski boltinn

Ensku leikmennirnir voru skelfingu lostnir

Luke Young og félagar skulfu á beinunum í Barcelona í síðustu viku
Luke Young og félagar skulfu á beinunum í Barcelona í síðustu viku NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Luke Young segir að nokkrir af leikmönnum liðsins sem ekki tóku þátt í leiknum við Andorra á dögunum hafi óttast um öryggi sitt á leiknum við Andorra á miðvikudaginn.

Stuðningsmennenska landsliðsins voru ekki lengi að láta í ljós óánægju sína með spilamennsku liðsins í leiknum sem fram fór í Barcelona og létu leikmennina sem sátu á bekknum heyra það.

"Margir af áhorfendunum voru alls ekki að horfa á leikinn, heldur létu svívirðingunum rigna yfir okkur sem sátum á bekknum. Sumir af leikmönnunum sem voru ekki í leikmannahópnum tóku í framhaldinu þá ákvörðun að fara ekki inn á bekkinn í síðari hálfleiknum. Svívirðingarnar hófust þegar fjórtán mínútur voru liðnar af leiknum - ég veit það því ég kíkti á vallarklukkuna. Steven Gerrard sagði mér að þetta hefði verið einn erfiðasti leikur sem hann hefði spilað á ferlinum vegna óláta stuðningsmanna liðsins," sagði Young.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×