Enski boltinn

Hughes: United verður ekki stöðvað

NordicPhotos/GettyImages
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið verði ekki stöðvað á leið sinni að enska meistaratitlinum eftir stórsigur á lærisveinum hans í gær, 4-1.

"United verður ekki stöðvað úr þessu og ég held að eftirleikurinn verði liðinu auðveldur í deildinni. Við náðum að hanga á þeim í 60 mínútur og ég var að vona að við fengjum eitthvað út úr þessum leik, því maður heyrði að áhorfendur voru orðnir nokkuð taugaóstyrkir.

United-liðið sýndi hinsvegar af hverju það er á toppnum í síðari hálfleik - ástæðuna fyrir því að liðið verður meistari. Það er einfaldlega búið að spila besta boltann í allan vetur," sagði Hughes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×