Enski boltinn

Verð í sigurvímu í hálfan mánuð

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn David Nugent segist eiga von á því að verða í sigurvímu næsta hálfa mánuðinn eftir að hann afrekaði að skora mark í sínum fyrsta landsleik fyrir aðallið Englendinga gegn Andorra í gærkvöld. Nugent leikur með Preston í ensku 1. deildinni.

"Þetta er ólýsanleg tilfinning og ég á ekki von á að koma niður á jörðina næstu tvær vikurnar. Ég var dálítið stressaður þegar ég kom inn á völlinn, en það breyttist fljótt og ég hefði geta spilað 90 mínútur í viðbót eftir að flautað var af," sagði Nugent ánægður í samtali við Sky. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×