Erlent

Þjálfari Pakistans í krikket deyr á heimsmeistaramóti

MYND/AP

Þjálfari pakistanska landsliðsins í krikket lést á sjúkrahúsi í Kingston á Jamaíku en hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu fyrr í dag, degi eftir að liðið féll óvænt úr leik á heimsmeistaramótinu í krikket sem fram fer á Jamaíku.

Ekki liggur fyrir hvað gerðist. Bob Woolmer hafði verið þjálfari pakistanska landsliðsins frá því í júní árið 2004 og hafði sagt eftir tapið í gær gegn Írum að hann myndi íhuga hvort hann segði af sér sem þjálfari, en samningur hans átti að renna út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×