Erlent

Innkallar katta- og hundamat vegna veikinda og dauða dýra

MYND/AP

Stór framleiðandi katta- og hundamatar í Bandaríkjunum innkallaði í gær 60 milljónir skammta af framleiðslu sinni eftir að bæði hundar og kettir hafa veikst og drepist eftir að hafa étið matinn.

Um er að ræða fyrirtækið Menu Foods sem framleiðir hunda- og kattamat fyrir búðir Wal-Mart, Safeway, Kroger og nokkrar aðrar verslanakeðjur í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Hefur nýrnastarfsemi fjölda katta og hunda bilað eftir neyslu matarins og þá er vitað um tíu dýr sem drepist hafa af völdum hans. Rannsóknir hafa ekki leitt í ljós hvað í matnum veldur veikindunum hjá dýrunum en Lyfja- og matavælaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimsótt verksmiðjur fyrirtækisins til þess að komast til botns í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×