Erlent

Fimm umferðaróhöpp á korteri í Danmörku

Það er víðar en á Íslandi sem illviðri hefur áhrif á ferðir fólks því fimm umferðaróhöpp urðu á hraðbraut nærri Randers í Danmörku í morgun þegar mikið haglél skall skyndilega á. Óhöppin urðu á einungis fimmtán mínútum en í öllum tilvikum runnu bílarnir út af hraðbrautinni. Haft er eftir lögreglunni í Randers á vef Jótlandspóstsins að 5-10 sentímetra lag af hagléli hafi safnast upp á skömmum tíma og bílarnir því rúllað út af veginum. Fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en enginn mun hafa meiðst alvarlega í óhöppunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×