Erlent

Unglingur stunginn til bana í Lundúnum

Fimmtán ára unglingur var stunginn til bana nærri heimaveill knattspyrnuliðsins West Ham í í Lundúnum í gærkvöld. Hann er annar unglingurinn sem stunginn er til bana á þremur dögum í borginni.

Lögregla leitar enn gerningsmannanna en að sögn vitna sáust tveir menn hlaupa af vettvangi þar sem unglingurinn lá í blóði sínu. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Ekki er vitað hvers vegna drengurinn var myrtur en lögregla er að skoða myndir úr eftirlitsmyndavélum ásamt því að leita að morðvopninu.

Nokkur umræða hefur verið um átök gengja í landinu en lögregla vildi ekki ræða hvort morðið tengdist hugsanlega slíkum deilum. Aðeins eru þrír dagar síðan sextán ára piltur var stunginn til bana í vesturhluta Lundúna en fjórir unglingar hafa verið ákærðir fyrir það morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×