Erlent

Norðmenn í hópi fyrstu þjóða til að viðurkenna þjóðstjórn

Frá fundi Jonasar Gahrs Störes og Mahmouds Abbas í nóvember síðastliðnum.
Frá fundi Jonasar Gahrs Störes og Mahmouds Abbas í nóvember síðastliðnum. MYND/Getty Images

Norðmenn eru í hópi fyrstu þjóða sem viðurkenna nýja þjóðsstjórn Palestínu, en hún var svarin í embætti í dag eftir að palestínska þingið hafði lagt blessun sína yfir hana. Norsk stjórnvöld hyggjast taka upp full stjórnmála- og efnahagsleg tengsl við Palestínumenn á ný og hvetja þá til að hafna ofbeldi og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Á blaðamannafundi í dag sagði Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, það sögulegt að Hamas-samtökin og Fatah-hreyfingin hefðu náð saman og mikilvægt væri að þjóðstjórnin næði tökum á ástandinu á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna þannig að árásum á Ísraela yrði hætt.

Þá hvatti Störe Ísraelsmenn til samstarfs við þjóðstjórninina með því að láta af hendi skatta sem Ísraelar hafa innheimt og stutt Palestínumenn með, en þá hafa þeir ekki látið af hendi síðan Hamas-liðar sigruðu í þingkosningum í fyrra.

Þá bað Störe Ísraelsmenn sömuleiðis um að auka ferðafrelsi Palestínumanna. Ekki er víst að Ísraelar taki vel í þessar hugmyndir enda segjast ekki hafa mikla trú á þjóðstjórninni nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×