Erlent

Klórgasárásir í Fallujah kosta átta lífið

MYND/AP

Átta eru sagði látnir og yfir 85 særðir eftir að tveir sjálfsmorðsárásarmenn á tankbílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í borginni Fallujah, vestur af Bagdad, í dag.

Fyrri árásin var mun alvarlegri en þar særðust að minnsta kosti 27 börn þegar bíll var sprengdur í loft upp við hús þar í borg. Talið er að hinni sprengjunni hafi verið beint gegn ættbálkaleiðtoga sem gagnrýnt hafði al-Qaida samtökin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klórárásir eru gerðar í Írak en andspyrnumenn beittu slíkum aðferðum að minnsta kosti þrisvar í síðasta mánuði. Klórgas er stórhættulegt við innöndun en auðvelt mun vera að nálgast það þar sem það er notað til hreingerninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×