Erlent

Upplýst um skipun þjóðstjórnar

Abbas og Haniya
Abbas og Haniya AP

Ismail Haniya forsætisráðherra og Mahmoud Abbas forseti Palestínu hafa nú upplýst hverjir skipi ráðherra sæti í nýrri þjóðstjórn Palestínumanna. Kosið verður um hvort stjórnin njóti trausts á laugardaginn. Lykilembætti fjármála-, innanríkis-, og utanríkisráðherra verða skipuð mönnum sem hvorki eru hluti af Hamas- né Fatah-hreyfingunni.

Ráðamenn í Ísrael hafa gagnrýnt þjóðstjórnaráformin fyrir að taka ekki á því hvort Hamas-samtökin og þar með stjórnin samþykki tilverurétt Ísraelsríkis. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið bíða þess að sjá lokaniðurstöður viðræðna samtakanna áður en ákveðið verður hvort Palestina fái aftur fjárhagsstyrki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×