Erlent

Blair: „Við erum að gera hið rétta“

AP
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands þvertekur fyrir að vera hersveita Breta og Bandaríkjamanna í Írak geri illt verra. Hann segir að vesturveldin eigi að hætta að biðjast afsökunnar á því að gera „hið rétta" í Írak. Þetta sagði Blair í viðtali á Sky News í morgun en nú stendur yfir sérstök Íraksvika á stöðinni. Blair sagði: „Við eigum að vera þar að berjast við fólk sem reynir að eyðileggja möguleika á lýðræði með hryðjuverkum". Innrásin í Írak er sennilega stærsta ákvörðun sem Blair hefur tekið á tíu ára ferli sínum sem forsætisráðherra og sú sem hefur reynst honum erfiðust. Mörg flokkssystkina hans hafa snúist gegn honum vegna hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×