Bandaríkjamenn eru orðnir alltof feitir, og er þeirra skelfilega skyndibita kennt um. Og það er ekki nóg með það, heldur eru þeir líka að skreppa saman á hæðina. Bandaríkjamenn hafa lengi verið með hæstu þjóðum heims, en nú hafa Hollendingar tekið við af þeim. Og það eru fleiri þjóðir sem geta litið niður á Bandaríkjamenn, meðal þeirra Danir, Norðmenn og Þjóðverjar. Aumingja kaninn; lítill og feitur.
