Fólksbíll valt á Hafrarvatnsvegi við Mosfellsbæ í snemma í nótt. Þrír karlmenn á tvítugsaldri voru í bílnum og hlutu minniháttar meiðsl. Þeir voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Grunur er um ölvun.
Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en engin alvarleg mál komu til kasta hennar. Tíu gistu þó fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestir vegna ölvunar.