Erlent

350 sagðir veikir eftir klórgasárásir í Írak

Átta eru sagði látnir og yfir 350 veikir eftir að þrír sjálfsmorðsárásarmenn á stórum bílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í Anbar-héraði í Írak í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag.

Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í Anbar-héraði en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klórárásir eru gerðar í Írak en andspyrnumenn hafa að minnsta kosti beitt því fimm sinnum áður á síðustu tveimur mánuðum. Klórgas er stórhættulegt við innöndun en auðvelt mun vera að nálgast það þar sem það er notað til hreingerninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×