Fjörutíu og átta ára gamall breskur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fyrsta maí vegna gruns um að hafa myrt fimm vændiskonur í Ipswich í desember síðastliðnum.
Stephen Wright vann sem stjórnandi á gaffallyftara og hafði verið þjónn á skemmtiferðaskipinu Queen Elisabeth, en lítið annað er um hann vitað. Breskir fjölmiðlar segja þó að hann sé þriggja barna faðir og eigin tvær fyrrverandi eiginkonur.