Erlent

Tólf láta lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan

Fjölmargir slösuðust í sprengjuárásinni.
Fjölmargir slösuðust í sprengjuárásinni. MYND/AFP

Að minnsta kosti 12 létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Islamabad í Pakistan í dag. Talið er árásinni hafi verið beint gegn stuðningsmönnum, Iftikhar Chaudhry fyrrum dómsmálaráðherra landins.

Árásin átti sér stað á fjöldafundi lögfræðinga en Iftikhar Chaudhry átti að flytja ræðu á fundinum. Fjöldi stuðningsmanna hans voru samankomnir á fundinum þegar sprengjan sprakk.

Iftikhar Chaudhry hefur verið í farabroddi þeirra sem gagnrýnt hafa stjórnvöld í Pakistan hvað harðast eða allt frá því Pervez Musharraf, forseti Pakistans, rak hann úr embætti í marsmánuði síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×