Erlent

Sharif hyggst bjóða sig fram í Pakistan

Nawas Sharif.
Nawas Sharif.

Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum í landinu í janúar á næsta ári. Sharif hafði reynt að fá alla stjórnarandstöðuflokka landsins til að sameinast um að sniðganga kosningarnar en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn.

Sharif, sem nýverið snéri heim úr útlegð, vildi með aðgerðunum mótmæla neyðarlögum sem sett voru í landinu af Pervez Musharraf forseta. Í ljósi þess að ekki tókst að mynda bandalag gegn Musharraf segist Sharif ekki eiga aðra kosti í stöðunni en að taka þátt í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×