Erlent

Þjóðarflokkur setur Fogh stólinn fyrir dyrnar

Anders Fogh Rasmussen.
Anders Fogh Rasmussen. MYND/AFP

Danski þjóðarflokkurinn krefst þess að danska stjórnin verji sem svarar sextíu milljörðum íslenskra króna til þess að hækka laun starfsmanna í félags- og heilbrigðisgeiranum.

Að öðrum kosti muni flokkurinn ekki styðja aðrar úrbætur sem minnihlutastjórn Anders Fogh Rasmussen hefur fyrirhugaðar hjá hinu opinbera.

Hingað til hefur Anders Fogh forsætisráðherra hafnað öllum tillögum um launahækkanir til einstakra hópa, en hann þarf hins vegar stuðning Þjóðarflokksins til að koma frumvörpum í gegnum þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×