Erlent

Vilja banna andlitsslæður í kjörklefa

MYND/AFP

Banna á múslimskum konum að vera með slæðu fyrir andlitið þegar þær ganga inn í kjörklefa í Kanada samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir kanadíska þingið. Með þessu á að tryggja að auðvelt verði fyrir starfsmenn kjörstjórnar að bera kennsl á viðkomandi.

Andmælendur frumvarpsins hafa ekki talið þörf að þetta skilyrði verði bundið sérstaklega í lög. Frumvarpið nær þó ekki eingöngu til andlitsslæða múslimskra kvenna heldur alls þess sem hylur andlitið. Aðeins þeir sem eru með sáraumbúðir á andlitinu fá undantekningu frá lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×