Erlent

Einn látinn í sprengjutilræði í París

Lögregla lokaði af svæði í kringum Boulevard de Malesherbes.
Lögregla lokaði af svæði í kringum Boulevard de Malesherbes. MYND/AP

Einn lést og annar særðist alvarlega þegar sprengja sprakk í byggingu í vesturhluta Parísar fyrr í dag.

Innanríkisráðuneyti Frakklands greindi frá því að pakki hefði borist á lögmannsskrifstofu í byggingunni og þegar ritari á skrifstofunni hefði opnað hann hefði pakkinn sprungið.

Þá gerði lögregla annan grunsamlegan pakka óvirkan og lokaði af svæði í kringum Boulevard de Malesherbes þar sem byggingin stendur. Ekki hefur verið greint frá því hvort einhver sé grunaður um verknaðinn.

Fyrstu tíðindi bentu til þess að sex manns hefðu særst í tilræðinu en nokkrir munu hafa fengið áfallahjálp vegna þess. Spreningin varð í byggingu þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti starfaði sem lögræðingur áður en hann hellti sér út í stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×