Erlent

Í sex og hálft ár á bak við lás og slá

Black á leið í réttarsalinn.
Black á leið í réttarsalinn.

Dómari úrskurðaði fyrir skömmu að fyrrverandi fjölmiðlakóngurinn Conrad Black skyldi sæta fangelsi í sex og hálft ár. Hann á að hefja afplánun eftir þrjá mánuði en fær að ganga laus þangað, til gegn tæplega 1300 milljóna króna tryggingu. Black þarf einnig að greiða 7,6 milljónir íslenskra króna í sekt.

Black var sakfelldur fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar í júlí síðastliðinn. Saksóknari krafist þess að Conrad myndi hefja afplánun þá þegar en dómarinn hafnaði þeirri beiðni. Black var þó gert að halda sig innan Chicago svæðisins eða í suðurhluta Flórída þar sem hann og eiginkona hans eiga hús.

Black var ákærður fyrir þrettán brot og var fundinn sekur í fjórum þeirra. Meðal þess sem hann var sakaður um var að stela tæpum fjórum milljörðum íslenskra króna frá hluthöfum í Hollinger, sem var fjölmiðlaveldi Blacks, til að fjármagna einkaneyslu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×