Erlent

Þarf hugsanlega að fjölga friðargæsluliðum í Kosovo

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segir að hugsanlega þurfi að senda fleiri friðargæsluliða til Kosovo-héraðs í ljósi vaxandi spennu vegna sjálfstæðisbaráttu héraðsins.

Kosovo heyrir sem kunnugt er undir Serbíu nú en meirihluti íbúa eru Kosovo-Albanar sem vilja sjálfstæði frá landinu. Fjögurra mánaða viðræður milli Vesturveldanna og Rússa um framtíð Kosovo hafa ekki skilað niðurstöðu en frestur sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu til þess að ná niðurstöðu í málinu rann út í dag. Óttast menn nú að til átaka komi í héraðinu lýsi Kosovo-Albanar yfir sjálfstæði. Í samtali við breska ríkisútvarpið í morgun sagði David Miliband að skoða verði hvort fjölga þurfi NATO-hermönnum í Kosovo en þar eru nú 16 þúsund hermenn á vegum bandalagsins að gæta friðar.

Utanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna hyggjast funda um málið í dag en skiptar skoðanir munu vera á milli landanna hvort viðurkenna eigi Kosovo sem sjálfstætt ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×