Erlent

Kærðir fyrir að brjóta viðskiptabann á Íran

Írönsk orrustuþota.
Írönsk orrustuþota. MYND/AFP

Bandarísk yfirvöld kærðu í dag hollenskt fyrirtækið fyrir brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjamanna á Íran. Hollenska fyrirtækið keypti flugvélaparta frá Bandaríkjunum og endurseldi þá til Írans. Eigandi fyrirtækisins á yfir höfði sér 50 ára fangelsi og sekt upp á allt að 65 milljónir króna verði hann fundinn sekur.

Fyrirtækið, Aviation Service International B.V. sem staðsett er í Hollandi, er sakað um að hafa keypt flugvélaparta frá bandarískum framleiðendum og endurselt þá til Írans. Samkvæmt viðskiptabanni, sem Bandaríkjamenn lögðu á Íran árið 1995, þurfa fyrirtæki sérstakt samþykki frá bandarískum yfirvöldum til að selja þangað hluti framleidda í Bandaríkjunum. Hollenska fyrirtækið hafði ekki slíkt leyfi undir höndum.

Robert Kraaipoel, eigandi Aviaton Service International B.V., er einnig sakaður um að hafa logið að bandarískum embættismönnum sem rannsökuðu málið. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsi og sekt upp á 65 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×