Erlent

Elsti maður heims 112 ára í dag

Tomoji Tanabe.
Tomoji Tanabe. MYND/AFP

Japaninn, Tomoji Tanabe, sem er talinn vera elsti núlifandi karlmaðurinn hélt upp á 112 ára afmæli sitt í dag. Hann hefur aldrei snert áfengi og segir það vera leyndarmálið á bak við langlífi sitt.

Tomoji Tanabe tók við titlinum elsti maður heims af landa sínum Nijiro Tokuda sem lést í júnímánuði í fyrra, 111 ára að aldri. Tanabe hélt upp á afmælisdaginn sinn með því að fá sér skál af hrísgrjónum í bland með sjávarþangi. Í viðtali við japanska fjölmiðla var Tanabe hinn hressasti og sagðist aldrei vilja deyja og að helst kysi hann að lifa að eilífu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×