Erlent

Óttast að fleiri árásir fylgi í kjölfarið

Kyrkonkyla skólinn í finnska bænum Kyrkslatt hefur verið rýmdur vegna hótunar. Lögregla er sögð taka hótunina alvarlega en Finnar eru enn í sárum vegna skotárásar í bænum Tuusula þar sem níu lágu í valnum.

Hótanirnar komu fram á spjallsíðu á Netinu eftir því sem Hufvudstadbladet í Finnlandi segir. Hótanir hafa einnig borist fleiri skólum í bæjunum Tuusula og Kyrkslatt. Þá mun lögregla halda uppi eftirliti í skóla í bænum Hyryla vegna ótta um að einhver kunni að láta til skarar skríða þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×