Erlent

Bhutto umkringd af lögregluliði

Lögreglumenn á brynvörðum ökutækjum hafa umkringt heimili Benazir Bhutto í Pakistan nokkrum tímum áður en hún átti að koma fram á fjölmennum mótmælafundi í borginni Rawalpindi í dag.

Þótt Bhutto hafi enn ekki verið formlega handtekin er ljóst að hún kemst hvergi. Bhutto hefur gagnrýnt forseta landsins harðlega og segir að loforð hans um kosningar þann 15. febrúar næstkomandi séu óljós. Jafnframt hvetur hún forsetann að láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður hersins í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×