Erlent

Einn farþegi Titanic á lífi

Annar af tveimur eftirlifandi farþegum skipsins Titanic lést 16. október síðastliðinn á bresku hjúkrunarheimili.

Barbara West Dainton, sem var 96 ára gömul þegar hún lést, var eins árs þegar hún ferðaðist með Titanic árið 1912. Dainton var of ung til að muna eftir nóttinni þegar Titanic sökk eftir að hafa rekist utan í ísjaka. 1.500 létust þessa nótt, þar á meðal faðir hennar sem veifaði henni, móður hennar og systur af þilfarinu þegar björgunarbátur með þær innanborðs var látinn síga niður með skipshliðinni. Lík hans fannst aldrei.

Eini eftirlifandi farþeginn er Elizabeth Gladys Dean, sem var tveggja mánaða gömul í ferðinni.

- sdg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×