Dabo kærir Barton

Ousmane Dabo, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú formlega lagt fram kæru til lögreglu vegna árásar Joey Barton liðsfélaga síns á dögunum. Lögreglan hefur staðfest þetta og Barton hefur þegar verið settur í leikbann út leiktíðina af forráðamönnum City.