Enski boltinn

Aston Villa lagði Sheffield United

Patrick Berger skoraði fyrir Villa
Patrick Berger skoraði fyrir Villa NordicPhotos/GettyImages
Aston Villa vann auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er United enn í fallhættu í deildinni. Gabriel Agbonlahor, Ashey Young og Patrick Berger skoruðu mörk Villa. Wigan getur enn komist upp fyrir Sheffield í lokaumferðinni á betri markamun, en liðið hefur 38 stig í 16 sæti líkt og West Ham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×