Erlent

Segir Musharraf vilja seinka kosningum

Pervez Musharraf lýsti yfir neyðarlögum í dag.
Pervez Musharraf lýsti yfir neyðarlögum í dag.

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sagði í dag að hún héldi að með því að setja neyðarlög í landinu vilji Pervez Musharraf vilja seinka kosningum í að minnsta kosti tvö ár.

Bhutto sagði í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag að ef kosningum, sem eiga að fara fram í janúar, yrði seinkað myndi það draga athyglina frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem verða haldnar á næsta ári.

Pervez Musharraf, forseti Pakistan, lýsti í dag yfir neyðarlögum í landinu og handtók Aitzaz Ahsan, einn helsta stjórnarandstæðinginn. Herlið á vegum Musharrafs hefur hertók hæstarétt og ríkisfjölmiðlana. Símasamband og útsendingar einkarekinna fjölmiðla lágu niðri.

Musharraf sagði í dag að nauðsynlegt hefði verið að lýsa yfir neyðarlögum í landinu til að ljúka við að breyta ríkinu úr herveldi í lýðveldi. Hann bað landa sína um að sýna sér þolinmæði á meðan neyðarlögin giltu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×