Erlent

Hvetja stjórnvöld í Ástralíu til aðgerða gegn loftlagsbreytingum

Frá göngunni í dag.
Frá göngunni í dag. MYND/AFP

Þúsundir manna komu saman á götum í borgum Ástralíu í dag til að hvetja stjórnvöld til að bregðast við loftlagsbreytingum. Stjórnvöld í Ástralíu hafa enn ekki viljað skrifa undir samning um takmörkun á losun gróðurhúsaloftegunda.

Um var að ræða skipulagt átak undir nafnu Gengið gegn hitnun. Skipuleggjendur átaksins telja að allt að 150 þúsund manns hafi tekið þátt. Fjölmennasta samkoman var í Sidney en þar komu saman um 30 þúsund manns.

Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur heitið því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda komist hún til valda. Ríkisstjórn landsins hefur hins ekki viljað skuldbinda sig á alþjóðlegum vettvangi fyrr en Indland og Kína samþykki einnig að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×