Erlent

Einkaflugvél brotlendir á flugskýli

Lítil einkaflugvél brotlenti á flugskýli á flugvellinum í Ringsted í Danmörku í kvöld. Tveir voru um borð í vélinni en þeir slösuðust ekki alvarlega.

Vélin var að lenda í myrkri þegar atvikið átti sér stað. Í stað þess að lenda á flugbrautinni flaug vélin beint á flugskýlið. Vélin skemmdist mikið en flugmaður og farþegi hlutu minniháttar meiðsl. Kvartaði annar undan verk í brjósti en hinn skrámaðist eitthvað á fæti. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild.

Flugvöllurinn í Ringsted er ekki búinn tækjabúnaði til að hjálpa flugvélum að lenda í myrkri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×