Enski boltinn

Wenger segir Ferguson vera stjóra ársins

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger og Alex Ferguson hafa háð margt einvígið með liðum sínum Arsenal og Manachester United á síðasta áratug í ensku úrvalsdeildinni. Oft hefur andað köldu á milli þeirra, en þeir bera þó virðingu fyrir hvor öðrum eins og sést á ummælum Arsene Wenger í fjölmiðlum í dag.

Wenger var þá spurður hver honum þætti vera knattspyrnustjóri ársins á Englandi og þar nefndi hann Sir Alex Ferguson og Steve Coppell, stjóra Reading. Hann minntist ekki einu orði á Jose Mourinho í því sambandi þó Chelsea eigi enn fræðilega möguleika á að vinna alla titla sem í boði eru á leiktíðinni.

"Sir Alex Ferguson er að mínu mati sá sem á skilið að verða útnefndur knattspyrnustjóri ársins því lið hans er enn að keppa á öllum vígstöðvum - og Steve Coppell er með Reading í stöðu sem enginn reiknaði með og lið hans spilar jákvæðan bolta og gefur af sér jákvæða strauma hvert sem það fer," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×