HK: Nýliðarnir númeri of litlir 1. maí 2007 17:32 Mynd/AntonBrink Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. HK er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og þangað eru HK-ingar komnir eftir að hafa verið í 3. deild fyrir aðeins sex árum. HK-liðið er þekkt fyrir leikgleði, sterka liðsheild og mikla baráttu og fór félagið upp í Landsbankadeildina án þess að vera borið uppi af einhverjum stjörnuleikmönnum. Gunnar Guðmundsson kom HK upp á sínu þriðja ári og á það sameiginlegt með nánast öllum leikmönnum liðsins að búa yfir lítilli reynslu úr efstu deild. HK-ingar eru hugrakkir því þeir hafa ekki styrkt liðið mikið fyrir þetta tímabil. Þeir hafa aukið breiddina en ekki fengið til sín leikmenn sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. HK-menn ætla áfram að treysta á liðheildina og byggja á sínum strákum líkt og áður. Það er mikill efniviður í Fagralundi og þetta sumar verður ómetanlegt fyrir reynslubankann en það er fátt sem bendir til þess að jafn reynslulítið lið eigi möguleika á að stíga skrefið upp í hóp bestu liða landsins. HK-liðið verður örugglega sýnd veiði en ekki gefin líkt og hefur sést í bikarkeppninni síðustu sumur en það er erfitt að sjá hvernig liðið ætli að halda sér í deildinni á ekki sterkari og reyndari mannskap. Það er samt öruggt að Gunnleifur Gunnleifsson og félagar eiga eftir að setja sinn svip á deildina.> Lykilmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið hjartað og sálin í HK-liðinu undanfarin ár og sýnt félaginu mikinn trúnað þrátt fyrir augljósan áhuga annarra Landsbankadeildarliða á honum. Gunnleifur hefur verið maðurinn á bak við það að liðið hefur aðeins fengið á sig 39 mörk í 36 leikjum undanfarin tvö tímabil og það verður örugglega nóg að gera hjá honum í sumar.> X-faktorinn Kolbeinn Sigþórsson er framtíðarstjarna íslenska fótboltans og frammistaða hans með 17 ára landsliðinu hefur vakið mikla athygli á þessum efnilega framherja. Kolbeinn hefur lýst yfir áhuga á að spila með HK en það er líklegt að hann semji við erlent lið og verði ekkert með HK í sumar.Okkar einkunn: Þjálfari 5 Markvarsla 8 Vörn 4 Miðja 4 Sókn 5 Breidd 1 Liðsstyrkur 2 Heimavöllur 6 Áhorfendur 7 Hefð/ReynslaGengi síðustu ára: 2006 2. sæti (B-deild) 2005 7. sæti (B) 2004 3. sæti (B) 2003 8. sæti (B) 2002 1. sæti (C) 2001 1. sæti (D)Gengi á vormótunum 3 sigrar 3 jafntefli 3 töp Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. HK er komið upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og þangað eru HK-ingar komnir eftir að hafa verið í 3. deild fyrir aðeins sex árum. HK-liðið er þekkt fyrir leikgleði, sterka liðsheild og mikla baráttu og fór félagið upp í Landsbankadeildina án þess að vera borið uppi af einhverjum stjörnuleikmönnum. Gunnar Guðmundsson kom HK upp á sínu þriðja ári og á það sameiginlegt með nánast öllum leikmönnum liðsins að búa yfir lítilli reynslu úr efstu deild. HK-ingar eru hugrakkir því þeir hafa ekki styrkt liðið mikið fyrir þetta tímabil. Þeir hafa aukið breiddina en ekki fengið til sín leikmenn sem hafa sannað sig á stóra sviðinu. HK-menn ætla áfram að treysta á liðheildina og byggja á sínum strákum líkt og áður. Það er mikill efniviður í Fagralundi og þetta sumar verður ómetanlegt fyrir reynslubankann en það er fátt sem bendir til þess að jafn reynslulítið lið eigi möguleika á að stíga skrefið upp í hóp bestu liða landsins. HK-liðið verður örugglega sýnd veiði en ekki gefin líkt og hefur sést í bikarkeppninni síðustu sumur en það er erfitt að sjá hvernig liðið ætli að halda sér í deildinni á ekki sterkari og reyndari mannskap. Það er samt öruggt að Gunnleifur Gunnleifsson og félagar eiga eftir að setja sinn svip á deildina.> Lykilmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið hjartað og sálin í HK-liðinu undanfarin ár og sýnt félaginu mikinn trúnað þrátt fyrir augljósan áhuga annarra Landsbankadeildarliða á honum. Gunnleifur hefur verið maðurinn á bak við það að liðið hefur aðeins fengið á sig 39 mörk í 36 leikjum undanfarin tvö tímabil og það verður örugglega nóg að gera hjá honum í sumar.> X-faktorinn Kolbeinn Sigþórsson er framtíðarstjarna íslenska fótboltans og frammistaða hans með 17 ára landsliðinu hefur vakið mikla athygli á þessum efnilega framherja. Kolbeinn hefur lýst yfir áhuga á að spila með HK en það er líklegt að hann semji við erlent lið og verði ekkert með HK í sumar.Okkar einkunn: Þjálfari 5 Markvarsla 8 Vörn 4 Miðja 4 Sókn 5 Breidd 1 Liðsstyrkur 2 Heimavöllur 6 Áhorfendur 7 Hefð/ReynslaGengi síðustu ára: 2006 2. sæti (B-deild) 2005 7. sæti (B) 2004 3. sæti (B) 2003 8. sæti (B) 2002 1. sæti (C) 2001 1. sæti (D)Gengi á vormótunum 3 sigrar 3 jafntefli 3 töp
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira