Íslenski boltinn

FH-ingar deildarbikarmeistarar

Mynd/AntonBrink
Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sigur í Lengjubikarnum eftir að þeir lögðu Val 3-2 eftir framlengdan úrslitaleik á Stjörnuvelli. Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, en Sigurbjörn Hreiðarsson fór illa að ráði sínu í upphafi leiks þegar hann lét Daða Lárusson verja frá sér vítaspyrnu.

Bjarki Gunnlaugsson kom FH-ingum yfir í leiknum á 50. mínútu en varamaðurinn Daníel Hjaltason jafnaði fyrir Val á 76. mínútu og sú var staðan eftir venjulegan leiktíma. Í framlengingu kom Alan Dyring FH yfir á 99. mínútu og Atli Guðnason bætti við öðru marki skömmu síðar. Daníel Hjaltason minnkaði muninn á síðustu mínútu framlengingar fyrir Valsmenn, en þeir komust ekki lengra að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×