Erlent

Krókódílar á ferðinni í Víetnam

Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið.

Nú hamast hermenn við að skjóta kvikindin en þó hefur mönnum ekki tekist að ná nema sjö dýrum frá því á laugardag þegar þeir sluppu. Krókódílarnir eru engin smásmíði og vóg einn þeirra sem skotinn var á laugardag 200 kíló.

Mikil flóð hafa verið í Víetnam síðustu vikur og er talið að um 200 manns hafi látíð lífið í hamförunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×